Saturday, May 30, 2009

Heilsusamloka

Ég gerði mér svo æðislega góða samloku í hádeginu og ég ákvað að setja inn "uppskrift" af henni hingað inn.

Hráefni:

nokkrar skeiðar af sýrðum rjóma.
nokkrar skeiðar af sætu frönsku sinnepi.
Kjúklingabringur.
Season all krydd.
2 ristaðar brausneiðar.
Grænmeti eftir smekk, t.d. tómmatar, agúrkur, paprika, kál.....

Kjúklingurinn kryddaður með season all og steiktur á grill pönnu. Svo er hann settur í lokað eldfast mót og inn í ofn þar til hann er tilbúinn (c.a. 30 mín)
Sýrði rjóminn og sæta franska sinnepið hrært saman og smurt á aðra brauðsneðiðna.
Grænmetið skorðið niður. Svo er kjúklingurinn settur á smurðu brauðsneiðina og grænmetið þar ofan á. Svo seturu smá af sinnepssósunni (sýrði rjóminn og sæta franska sinnepið) yfir allt saman og lokar svo samlokunni með hinni brauðsneiðinni :)

Hægt er að bera þetta fram með auka grænmeti og kartöflubátum sem bakaðir hafa verið í ofni.

En til að gera kartöflubátana, þá skerðu niður nokkrar kartöflur í báta og hefur hýðið á þeim, dreifir þeim á bökunarplötu og setur ólivuolíu og maldon salt yfir. Bakar svo í ofni þar til þeir eru farinr að brúnast.

Verði ykkur að góðu.