Saturday, May 30, 2009

Heilsusamloka

Ég gerði mér svo æðislega góða samloku í hádeginu og ég ákvað að setja inn "uppskrift" af henni hingað inn.

Hráefni:

nokkrar skeiðar af sýrðum rjóma.
nokkrar skeiðar af sætu frönsku sinnepi.
Kjúklingabringur.
Season all krydd.
2 ristaðar brausneiðar.
Grænmeti eftir smekk, t.d. tómmatar, agúrkur, paprika, kál.....

Kjúklingurinn kryddaður með season all og steiktur á grill pönnu. Svo er hann settur í lokað eldfast mót og inn í ofn þar til hann er tilbúinn (c.a. 30 mín)
Sýrði rjóminn og sæta franska sinnepið hrært saman og smurt á aðra brauðsneðiðna.
Grænmetið skorðið niður. Svo er kjúklingurinn settur á smurðu brauðsneiðina og grænmetið þar ofan á. Svo seturu smá af sinnepssósunni (sýrði rjóminn og sæta franska sinnepið) yfir allt saman og lokar svo samlokunni með hinni brauðsneiðinni :)

Hægt er að bera þetta fram með auka grænmeti og kartöflubátum sem bakaðir hafa verið í ofni.

En til að gera kartöflubátana, þá skerðu niður nokkrar kartöflur í báta og hefur hýðið á þeim, dreifir þeim á bökunarplötu og setur ólivuolíu og maldon salt yfir. Bakar svo í ofni þar til þeir eru farinr að brúnast.

Verði ykkur að góðu.

Saturday, May 9, 2009

Nokkur góð húsráð

1- Hvað skal gera við geitungastungu: Ef þú ert stungin(n) af geitungi, þá er gott að setja sykurmola eða sykur yfir stunguna og líma niður með plástri.

2- Að gera við regnföt: Ef þú þarft sð gera við regnföt sem farið hafa í sundur í "límingunni" þá er gott ráð að leggja sárið saman og setja álpappír beggja megin við það og svo strauja rólega yfir með straujárni.

3- Tyggjóklessur úr fötum: Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr.

4- Tyggjóklessur í hár eða á húð: Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo hárið líka eftir slíka meðferð.

5- Vaxblettur úr efni: nærð þér í dagblað, leggur yfir blettinn og straujar svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið.

6- Ná kaffiblettum úr kaffibollum: Maður smellir bollunum einfaldlega í klórvatn og leyfir þeim að liggja yfir nótt. Síðan þvær maður þá bara eins og venjulega og þeir glansa að innan.

7- Límblettir af gleri : gott ráð að fá sér sítrónudropa (kökudropa), hella þeim í blauta tusku og nudda vel yfir.

Blettir á parketti: er annað sem er frekar hvimleitt, en stundum virkar að taka blauta tusku og hella ediki í hana og strjúka yfir blettina.

8- þýða hakk: án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara er gott að setja hakkið í nýjann, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Lofttæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu. Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þyðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.

9- skera lítið oststykki: Það er oft erfitt að skera lítið oststykki, en þá er gott að taka smjörpappírs lengju og þræða í gegnum gat ostaskerans. Þá gengur mun betur að skera ostinn. Einnig er gott að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við skerann.


10- Losna við Vonda lykt úr ísskáp: Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ískáp og þið losnið við alla lykt úr honum. EÐA Strjúka innan úr ískápnum með ediki til að losna við vonda lykt.

Friday, March 20, 2009

Bananabrauð

1 egg
150 g sykur
2 þroskaðir bananar
250 g hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt

Þeytið eggið og bætið sykrinum saman við í skömmtum. Þeytið vel saman við eggið í hrærivél. Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn í hrærivélinni. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Setjið í vel smurt aflangt form.

Bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.

Tuesday, March 10, 2009

Nokkur sparnaðarráð !!!

1. Reynið t.d. að baka í stað þess að kaupa öll brauð og kökur.
2. Þynnið uppþvottalöginn.
3. Skiptið uppþvottavélatöflunum í tvennt.
4. Notið minna þvottaefni.
5. Nýtið alla matarafganga.
6. Sparið eldhúsrúlluna og notið tusku.
7. Hellið hæfilega í drykkjarílát barna svo þið þurfið ekki að henda t.d. mjólk.
8. Slökkvið ljós þar sem þau eru ekki í notkun.
9. Ekki henda bönunum sem eru á síðasta sjens, bakið heldur úr þeim bananabrauð.
10. Farið með innkaupalista í búðina (og að sjálfsögðu veljið þið lágvöruverslun og EKKI kaupa neitt nema það sem er á miðanum.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Friday, March 6, 2009

Nýtt blogg

Inn á þetta blogg ætla ég að setja inn allskonar heimilis og húsráð, sparnaðarráð, uppskriftir og eiginlega allt sem viðkemur heimilishaldi á einhvern hátt. en þið verðið að vera þolinmóð til að byrja með á meðan ég er að koma síðunni í gagnið.

Ef þið eruð með einhver sniðug húsráð, sparnaðrráð eða bara eitthvað sem ykkur finnst eiga heima á þessari síðu, þá getið þið sent mér mail á e-mailið mitt.

Kveðja, Fríða