Tuesday, March 10, 2009

Nokkur sparnaðarráð !!!

1. Reynið t.d. að baka í stað þess að kaupa öll brauð og kökur.
2. Þynnið uppþvottalöginn.
3. Skiptið uppþvottavélatöflunum í tvennt.
4. Notið minna þvottaefni.
5. Nýtið alla matarafganga.
6. Sparið eldhúsrúlluna og notið tusku.
7. Hellið hæfilega í drykkjarílát barna svo þið þurfið ekki að henda t.d. mjólk.
8. Slökkvið ljós þar sem þau eru ekki í notkun.
9. Ekki henda bönunum sem eru á síðasta sjens, bakið heldur úr þeim bananabrauð.
10. Farið með innkaupalista í búðina (og að sjálfsögðu veljið þið lágvöruverslun og EKKI kaupa neitt nema það sem er á miðanum.

Margt smátt gerir eitt stórt.