Friday, March 20, 2009

Bananabrauð

1 egg
150 g sykur
2 þroskaðir bananar
250 g hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1 tsk. salt

Þeytið eggið og bætið sykrinum saman við í skömmtum. Þeytið vel saman við eggið í hrærivél. Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn í hrærivélinni. Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Setjið í vel smurt aflangt form.

Bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.

Tuesday, March 10, 2009

Nokkur sparnaðarráð !!!

1. Reynið t.d. að baka í stað þess að kaupa öll brauð og kökur.
2. Þynnið uppþvottalöginn.
3. Skiptið uppþvottavélatöflunum í tvennt.
4. Notið minna þvottaefni.
5. Nýtið alla matarafganga.
6. Sparið eldhúsrúlluna og notið tusku.
7. Hellið hæfilega í drykkjarílát barna svo þið þurfið ekki að henda t.d. mjólk.
8. Slökkvið ljós þar sem þau eru ekki í notkun.
9. Ekki henda bönunum sem eru á síðasta sjens, bakið heldur úr þeim bananabrauð.
10. Farið með innkaupalista í búðina (og að sjálfsögðu veljið þið lágvöruverslun og EKKI kaupa neitt nema það sem er á miðanum.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Friday, March 6, 2009

Nýtt blogg

Inn á þetta blogg ætla ég að setja inn allskonar heimilis og húsráð, sparnaðarráð, uppskriftir og eiginlega allt sem viðkemur heimilishaldi á einhvern hátt. en þið verðið að vera þolinmóð til að byrja með á meðan ég er að koma síðunni í gagnið.

Ef þið eruð með einhver sniðug húsráð, sparnaðrráð eða bara eitthvað sem ykkur finnst eiga heima á þessari síðu, þá getið þið sent mér mail á e-mailið mitt.

Kveðja, Fríða